Á helginni munu okkar menn taka á móti Aftureldingu í 4. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu.
Afturelding er með 7 stig eftir fyrstu 3 umferðirnar, hafa sigrað Víði og Tindastól en gerðu jafntefli við Völsung í fyrstu umferð mótsins.
Okkar menn eru hinsvegar með 4 stig en svekkjandi lokamínútur í báðum útileikjunum okkar hafa kostað okkur 3 stig.
Við hvetjum alla til að mæta á Olísvöllinn klukkan 15:00 á sunnudaginn og styðja okkar menn til sigurs.
Áfram Vestri !!