Fréttir

Herrakvöld BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 09.05.2012 BÍ/Bolungarvík mun halda sitt árlega herrakvöld laugardaginn 12. Maí. Að þessu sinni verður skemmtunin haldin í Guðmundarbúð. Húsið opnar kl. 19 og hefst borðhald kl. 20. Dóri kokkur min töfra fram glæsilegt sjávarréttahlaðborð úr vestfirskum eðal fiski. Veislutsjóri verður skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm og aðalræðumaður kvöldsins er Magnús Pálmi Örnólfsson.

Á dagskránni eru eftirhermur, trúbador og leikmannakynning. Jörundur Áki mun fara yfir markmið sumarsins og svara spurningum úr sal.

Rúsínan í pylsuendanum er síðan uppboðið víðfræga og hið árlega happdrætti með stórglæsilegum vinningum.

ÁFRAM BÍ/Bolungarvík!!!!
Deila