Fréttir

Herrakvöld Vestra 2020

Knattspyrna | 25.06.2020

Herrakvöld Vestra verður haldið þetta árið þann 4. júlí, skemmtunin fer fram í Skíðaskálanum og opnar húsið klukkan 19:00, en fyrr um daginn fer fram fyrsti heimaleikur okkar manna þetta sumarið og verður hann spilaður á Olísvellinum klukkan 14:00 gegn Grindavík.

Veislustjórn Herrakvöldins verður í tryggum höndum Gumma Ben og svo fer enginn ósvikinn af himnesku hlaðborði sem Tjöruhúsið reiðir fram.

Við lofum taumlausri skemmtun eins og vanalega, þannig taktu daginn frá og sjáumst í skíðaskálanum!

pantanir fara í gegnum Samma í samuel@fmvest.is eða 866-5300.

Áfram Vestri!

Deila