Knattspyrnusambandið vill vekja athygli á efni á heimasíðu KSÍ er varða höfuðáverka og ráðleggingar um það hvernig bregðast skuli við höfuðmeiðslum og/eða heilahristingi.
Gögnin eru unnin af Reyni Björnssyni lækni og formanni heilbrigðisnefndar KSÍ og af Sveinbirni Brandssyni lækni, sem einnig situr í heilbrigðisnefnd KSÍ.
Annars vegar um að ræða fyrirlestur sem Reynir hélt á súpufundi KSÍ 28. apríl og hins vegar ráðleggingar heilbrigðisnefndar um það hvernig bregðast skuli við höfuðmeiðslum og heilahristingi.
KSÍ hvetur alla til að kynna sér þessi mál vel því reglulega koma upp atvik þar sem leikmenn hljóta varanlegan skaða af höfuðhöggi og einkennin og eftirfylgnin er eitthvað sem við ættum að vera vakandi fyrir því ekkert er mikilvægara en heilsan.
Þessi gögn og annað efni sem fjallað hefur verið um á súpufundum má finna hér: http://www.ksi.is/fraedsla/supufundir---fyrirlestrar/
Með kveðju,
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Knattspyrnusamband Íslands
Umsjónarmaður þjálfaramenntunar
Deila