Fréttir

ÍA - BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.11.2010 Heimamenn á Akranesi tóku á móti okkar mönnum síðastliðinn laugardagsmorgun. Um æfingarleik var að ræða en þó var fjölmennt í stúkunni, bæði af heimamönnum og stuðningsmönnum okkar. Hópurinn var og hefur verið þunnskipaður undanfarna mánuði og höfðum við því einungis úr 14 leikmönnum að velja.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Robbi(M)  -  Haffi, Atli Guðjónsson, Sigurgeir, Sigþór  -  Axel Lárusson, Sölvi Gylfason, Gunnar Már  -  Óttar, Matti og Andri. Á bekknum sátu Ásgeir, Arnór Þrastarson og Runólfur(M)

Skagamenn tóku undirtökin strax frá byrjun og hófu leikinn mjög ákveðnir. Þeir skoruðu fyrsta markið eftir tíu mínútur eftir klaufaleg mistök í vörninni hjá okkur. Þeir bættu síðan stuttu seinna öðru markinu við og var það önnur gjöf frá okkur. Skaginn braut allar sóknir okkar niður með brotum, voru mjög "aggressívir" og spiluðu á mun hærra "tempói" en okkar menn eru vanir. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður og við að ná áttum þá slapp Andri aleinn í gegnum vörn ÍA eftir laglega stungusendingu. Hann hinsvegar lét markmann ÍA verja frá sér en hann hafði komið mjög langt út á móti Andra. ÍA voru nánast allan tímann með boltann en náðu þó ekki að skapa sér nein opin marktækifæri þó spil þeirra hafi verið mjög gott. Atli átti skalla hjá okkur sem var varinn á línu af varnarmanni ÍA eftir hornspyrnu. Staðan 2-0 fyrir ÍA í hálfleik en það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum sett eitt mark á þá.

Í seinni hálfleik áttum við gjörsmalega ekki neitt erindi í leikinn. ÍA skiptu mörgum mönnum inn á meðan við reyndum að rótera okkar þrem aukamönnum á 15.mín fresti. ÍA átti hálfleikinn frá A til Ö en náðu þó einungis að skora eitt mark. Það kom eftir að brotið hafði verið á Sigurgeiri í vörninni en dómarinn tók upp á því að dæma ekki nokkurn skapaðan hlut og eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍA. Það lá töluvert á okkar marki síðustu mínúturnar en lokatölur urðu 3-0.

Þessi leikur gefur okkur til kynna hvað bíður okkar næsta sumar. Leikir spilaðir á mun meiri hraða og mun betri leikmenn heldur en í 2.deild. Þó við höfum ekki átt mikið í leiknum þá er þetta góð reynsla fyrir strákanna og Gaui sér einnig um leið hvað þarf að bæta. Nú þarf að nýta næstu mánuði vel í lyftingar og æfingar. Auðvelt er að segja að flestir hafi spilað undir getu í leiknum en eins og máltakið segir, þá spilar maður ekki betur en andstæðingur leyfir. Ef einhvern á að nefna "bestan" í okkar liði að þá var Sigþór Snorrason með okkar bestu mönnum. Baráttan var til fyrirmyndar hjá honum og varnaleikurinn ágætur þótt nokkrar sendingar hefðu ekki skilað sér á liðsfélaga.

Hvað ÍA liðið varðar að þá áttu þeir mjög góðan leik og litu ágætlega út. Þeir verða hinsvegar að gera eitthvað róttækt í sínum málum ef þeir ætla upp um deild því þetta lið má muna sinn fífil fegurri miðað við liðið sem lék á gullaldarárum félagsins. Íbúar á Akranesi geta þó huggað sig við það að þeir eru komnir áfram í spurningaþættinum Útsvar. Þeir lögðu Fljótsdalshérað glæsilega síðastliðið föstudagskvöld, lokatölur 99-42. Deila