Knattspyrna | 25.03.2011
BÍ/Bolungarvík og Icelandic Iberica skrifuðu í gær undir styrktarsamning sín á milli. Icelandic mun styrkja BÍ/Bolungarvík næstu þrjú árin ásamt því að keppnisbúningar liðsins munu bera þeirra merki. Magnús Pálmi Örnólfsson, framkvæmdarstjóri BÍ/Bolungarvíkur, skrifaði undir samninginn ásamt Hjörleifi Ásgeirssyni og Óskari Karlssyni frá Icelandic.
Icelandic Iberica er milliliður með kaup og sölur á fiskafurðum og eru vestfirðir eitt af þeirra mikilvægasta svæði í kaupum á léttsöltuðum fiski.
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með fá þennan öfluga bakhjarl til liðs við okkur næstu þrjú árin. Samningurinn mun klárlega styðja við það öfluga starf sem unnið hefur verið og aðstoða okkur á komandi tímabilum.
Deila