Hinn 26 ára spænski miðjumaður Ignacio Gil Echevarria hefur skrifað undir samning við Vestra. Hann hefur leikið síðustu tvö tímabil með Þór frá Akureyri í Inkasso-deildinni, en mun taka slaginn með Vestra á næsta tímabili. Hann var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni árið 2018
Fjölmiðlafulltrúi Vestra sló á þráðinn og heyrði í nyjum liðsmanni Vestra. Hann kvaðst hafa verið með nokkkur tilboð úr að velja síðustu vikur. En það sem réð úrslitum hjá honum var metnaðurinn og umgjörðin í kringum félagið. Einnig sagðist hann spenntur að kynnast stuðningsmönnum Vestra og svo auðvitað fólkinu í þessum vinalega bæ sem Ísafjörður virðist vera. Hann kveðst ætla gera allt hvað hann getur til að hjálpa Vestra að festa sig í sessi í Inkasso-deildinnni.
Það er ljóst að hér er um að ræða gríðarlegan liðsstyrk fyrir Vestra
Við bjóðum Ignacio Gil velkominn til Vestra.
Deila