Fréttir

Ísfirðingar fengu mest úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2014

Knattspyrna | 16.04.2014

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að úthluta sextán milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þetta er í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Sjö af tíu verkefni sem sóttu um styrk fengu pening að þessu sinni. 

Ísfirðingar fengu hæsta styrkinn að þessu sinni en BÍ fékk fjórar milljónir vegna uppsetningar á girðingum og hliðum við Torfnesvöllinn á Ísafirði. 

ÍA, Fjölnir og Afturelding fengu öll þrjár milljónir en Skagamenn skáru sig út því styrkurinn til þeirra er vegna æfingasvæðisins að Jaðarsbökkum. 

Þróttur Vogum fékk eina og hálfa milljón í styrk vegna áhorfendastúku, Landbúnaðarháskólinn fékk milljón vegna rannsóknar á upphitun grasvalla og Huginn fékk síðan hálfa milljón vegna endurbæta á aðstöðu við völlinn sinn. Það er hægt að sjá yfirlit yfir styrkina í ár með því að smella hér

Þær umsóknir njóta forgangs sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Frétt af visir.is

Deila