Um liðna helgi byrjuðu yngri flokkar knattspyrnudeildar Vestra að spila fyrstu leikina á íslandsmóti. 3.flokkur drengja spilaði fyrsta heimaleikinn á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Þeir fengu góðan stuðning nokkurra stúlkna úr 2.flokk þar sem tæpt var að ná í lið í þessum fyrsta leik. Liðið stóð sig með miklum sóma og leikar enduðu 2-2. Þjálfarar liðsins eru þeir Brentton og Grímur.
3.flokkur stúlkna hélt suður á bóginn undir góðri leiðsögn Atla Jakobssonar. Þær byrjuðu helgina á því að gera jafntefli við Breiðablik. Seinni leikurinn var á móti Njarðvík þar sem okkar stúlkur báru sigur út bítum. Frábær helgi að baka og miklar framfarir hjá stelpunum.
4.flokkur stúlkna hélt suður á Selfoss og spiluðu þar hörku leiki. Báðir leikir töpuðust en stelpurnar stóðu sig virkilega vel. Ferðin heppnaðist vel og stelpurnar til fyrirmyndar að öllu leyti. Þjálfari þessa hóps er Atli Freyr Rúnarsson.
4.flokkur drengja hélt einnig suður á bóginn eða alla leið á Hellu. Spiluðu þeir tvo leiki sem báðir unnust. Fyrri leikurinn fór 7-2 fyrir okkar mönnum og sá seinni 7-3. Það sem var sérstaklega ánægjulegt var að í þessa ferð fóru 17 leikmenn, sem er virkilega jákvætt þar sem oft hefur reynst erfitt að manna liðin, sérstaklega svona snemma tímabils. Mikill uppgangur og framfarir hjá þessum strákum. Þjálfari hópsins er Jón Hálfdán.
Á næstu helgi eru bæði 5 og 4.flokkur stúlkna að spila heimaleiki á gervigrasvellinum á Ísafirði og viljum við hvetja öll til að mæta og styðja þær, bæði iðkendur, foreldra sem og aðra. Á laugardaginn klukkan 15:00 er leikur hjá 4.flokk við Aftureldingu. Á sunnudag er 5.flokkur að spila við Hamar/Ægir klukkan 13:00 og 14:15.
Áfram Vestri !
Deila