Fréttir

Ivo Öjhage gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 19.02.2020
Ivo Öjhage / Viðburðastofa Vestfjarða
Ivo Öjhage / Viðburðastofa Vestfjarða

Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við miðvörðinn Ivo Öjhage út leiktímabilið.

Ivo, sem er 26. ára gamall, stór og stæðilegur svíi, kemur til okkar frá Levanger í Noregi.

Eins og áður sagði að þá er Ivo miðvörður að upplagi, en á ferlinum hefur hann einnig spilað í vinstri bakvarðar stöðunni.

Við óskum Ivo velkominn til Vestra og munum við birta bráðlega stutt viðtal sem við tókum við hann við undirritun.

Áfram Vestri!

Deila