Fréttir

Jafntefli á móti Völsung

Knattspyrna | 11.06.2016

Vestri og Völsungur mættust á Torfnesvelli í dag í 2. deild karla.

Jóhann Þórhallsson kom gestunum yfir á 7 mínútu en Pétur Bjarnason náði að jafna fyrir leikhlé.

Völsungur komst aftur yfir þegar Elvar Baldvinsson skoraði á 66 mínútu, en þremur mínútum eftir mark hans jafnaði Pétur Bjarnason á nýjan leik og þar við sat.

Vestri er sem stendur í sjöunda sæti með 8 stig eftir 6 leiki.

Deila