Fréttir

Jafntefli gegn Gróttu

Knattspyrna | 06.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 1 Grótta
0-1 Jónmundur Grétarsson (Víti)
1-1 Tomi Ameobi

BÍ/Bolungarvík og Grótta gerðu 1-1 jafntefli í dag á Torfnesvelli. Gestirnir frá Seltjarnarnesi komust yfir í fyrri hálfleik þegar Jónmundur Grétarsson skoraði úr vítaspyrnu en hann kom til Gróttu frá BÍ/Bolungarvík í síðasta mánuði. Þegar nokkrar mínútu voru eftir af venjulegum leiktíma náði Tomi Ameobi síðan að jafna 1-1 og það urðu lokatölurnar. Einnig áttum við skalla sem var varinn í slá og tvö önnur algjör dauðafæri ásamt nokrum mjög góðum sénsum. Við vorum töluvert betri aðilinn en inn vildi boltinn ekki fara og því svekkjandi jafntefli staðreynd. Næsti leikur er á föstudaginn á Akranesi gegn ÍA.

Frétt um leikinn í íþróttafréttum á RÚV Deila