Stjórn BÍ/Bolungarvíkur og fiskvinnslufyrirtækið Jakob Valgeir ehf. gerðu með sér styrktarsamning nú í vikunni. Jakob Valgeir ehf. verður þar af leiðandi einn stærsti styrktaraðili BÍ/Bolungarvíkur næstu fjögur ár. Samningurinn var undirritaður á veitingastaðnum Við Pollinn og voru það Samúel Samúelsson og Hákon Hermannson sem undirrituðu samninginn við Guðbjart Flosason, vinnslustjóra fyrirtækisins.
Samningurinn er liðinu gríðarlega mikilvægur og mun hjálpa til við fjármögnun liðsins næstu fjögur ár. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna Jakobs Valgeirs ehf. sem og allra þeirra styrktaraðila sem koma að liðinu á einn eða annan hátt. Vonum að samstarfið verði farsælt og ánægjulegt, þar sem sameinginlegt markmið allra er að styðja við liðið í toppbaráttu í 2. Deild.
Deila