Fréttir

Joey Spivack til liðs við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 01.12.2014

Miðjumaðurinn Joey Spivack skrifaði undir eins árs samning við BÍ/Bolungarvík fyrir helgi og mun þ.a.l. spila með félaginu á næstu leiktíð. Spivack er 24 ára gamall en hann lék 10 leiki með Víking Ó. í sumar og skoraði í þeim 2 mörk. Þar áður lék hann í heimalandi sínu Bandaríkjunum og svo í 2 ár með Kemi Kings í Finnlandi.

Spivack hefur einnig leikið í Belgíu og Englandi á ferli sínum en hann var í akademíu New York Red Bulls á sínum tíma.

BÍ/Bolungarvík bíður Joey Spivack velkominn til félagsins.


Deila