Knattspyrna | 02.12.2010
Þá er komið jólafrí eins og flestir vita en við höfum gert þetta undanfarin tvö ár. Áður var alltaf frí í september en við ákváðum að nota tímann frekar þá, vera úti og æfa eins mikið og við gætum en taka fríið í desember enda hefur alltaf komið truflun á starfið í jólamánuðinum vegna annars frís, hátíðisdaga, lokunardaga í íþróttahúsunum og ferðalaga fjölskyldna. Æfingar hefjast svo aftur um leið og skólinn hefst eftir jólafrí og þá ættu allir að vera endurnærðir og vel saddir eftir hátíðarnar. Við viljum samt benda ykkur á að nú er kjörið að fara út á sparkvöll og leika sér í fótbolta, það þarf enginn að láta sér leiðast þó að æfingar séu ekki í gangi í mánuðinum...
Deila