Jónas Leifur Sigursteinsson hefur tekið við yfirþjálfarastöðu í barna- og unglingaflokkum BÍ/Bolungarvík.
Jónas mun sjá um heildarskipulagningu þjálfunar hjá félaginu ásamt öðrum þjálfurum, auk þess að skipuleggja mótahald og keppnir flokka ásamt fleiri verkefnum tengdum yngri flokkum félagsins. Jónas mun einnig þjálfa 7.flokk drengja. Mikil ánægja er með ráðningu Jónasar hjá barna og unglingaráði félagsins.
Jónas er íþróttafræðingur að mennt og hefur tekið flest öll stig þjálfunar hjá KSÍ, nú síðast UEFA A, einnig er hann KSÍ markmannsþjálfari. Jónas hefur áralanga reynslu af þjálfun og skipulagningu knattspyrnufélags og væntum við mikils af störfum hans.
Deila