Stjórn félagsins býður Jörund Áka hjartanlega velkominn til starfa og bindur miklar vonir við ráðningu hans. Jafnframt óskar stjórnin stuðningsmönnum félagsins til hamingju með nýjan þjálfara.
Jörundur Áki mun taka til starfa um mánaðarmótin en hann tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn frá félaginu á dögunum. Undanfarin ár hefur Jörundur Áki verið aðstoðarþjálfari FH en hann hætti hjá félaginu í haust.
Áður en Jörundur tók til starfa hjá FH fyrir þremur árum þjálfaði hann kvennalið Breiðabliks en hann þjálfaði einnig karlalið félagsins á sínum tíma. Á þjálfaraferli sínum hefur Jörundur Áki einnig þjálfað karla og kvennalið Stjörnunnar, A-landslið kvenna og verið aðstoðarþjálfari hja Fram.
BÍ/Bolungarvík endaði í sjötta sæti í fyrstu deild á síðasta tímabili á sínu fyrsta ári í deildinni. Að auki fór liðið í undanúrslit Valitor-bikarsins en tapaði þar gegn KR.
Deila