Fréttir

KSÍ II þjálfaranámskeið á Ísafirði

Knattspyrna | 24.11.2008 Um næstu helgi (28.-30. nóvember), verður haldið þjálfaranámskeið hér á Ísafirði. Mun það hefjast upp úr hádegi á föstudegi og ljúka um kl. 14 á sunnudeginum. Mikið verður um verklegar æfingar en einnig verður bóklegur hluti. Leiðbeinandi er Þorlákur Árnason, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar í Garðabæ en hann hélt einmitt námskeið hér fyrir réttu ári síðan við góðar undirtektir. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir, þeim að kostnaðarlausu. Skráning fer fram hjá formanni BÍ88, Svavari Þór Guðmundssyni í netfanginu svavarg@fsi.is. Deila