KSÍ hefur látið framleiða fyrir sig dvd-disk sem að ber heitið Tækniskóli KSÍ, og er eins og nafnið gefur til kynna æfinga-og tæknisafn fyrir knattspyrnuiðkendur.
Þegar að KSÍ fór af stað með þetta verkefni, var ákveðið að allir knattspyrnuiðkendur á Íslandi fengju gefins eintak af Tækniskóla KSÍ.
http://www.ksi.is/fraedsla/nr/9344
Laugardaginn 28.maí ætlar KSÍ að koma til Vestfjarða og gefa knattspyrnuiðkendum eintak af disknum. Vestfirski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson mun koma vestur fyrir hönd KSÍ og afhenda diskinn.
Dagskrá laugardaginn 28.maí:
11:00 Matthías Vilhjálmsson afhendir diskinn á Skeiðisvelli í Bolungarvík (einungis iðkendur UMFB)
12:00 Matthías Vilhjálmsson afhendir diskinn á Torfnesvelli á Ísafirði (einungis iðkendur BÍ88)
14:00 BÍ/Bolungarvík - Fjölnir Torfnesvöllur 1.deild - allir iðkendur yngri flokka BÍ og UMFB boðið á leikinn
Deila