Fréttir

Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrna | 24.03.2022

Knattspyrnudeild Vestra leitar eftir öflugum þjálfurum sem búsettir eru á norðanverðum Vestfjörðum í lið með okkur hjá yngri flokkum félagsins.
Reynsla, þjálfara –eða íþróttafræðimenntun og áhugi á þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er æskileg.

Við horfum fram á spennandi tíma hjá knattspyrnudeildinni og vonumst til að fá til liðs við okkur frábæra þjálfara. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sentar á Margeir Ingólfsson framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar á margeir@vestri.is. Nánari upplýsingar veitir Margeir í síma 6950143.

Deila