Í gær skrifuðu þeir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs, og Ragnar H. Sigtryggsson, eigandi Viðburðastofu Vestfjarða, undir samning þess efnis að Viðburðastofa Vestfjarða muni sjá um markaðs- og útsendingarmál fyrir knattspyrnudeild næstu 3 leiktímabilin.
Felst það meðal annars í útsendingu á leikjum, hönnun á auglýsingum og allri umsjón samfélagsmiðla knattspyrnudeildar.
Með þessum samning vonast báðir aðilar til þess að stórefla alla umfjöllun um meistaraflokk Vestra í knattspyrnu og einnig sýna beint frá öllum leikjum liðsins í sumar.
Viðburðastofan hefur yfir mjög öflugum útsendingarbúnaði að ráða og inniheldur það meðal annars tvær öflugar fartölvur sem eru notaðar undir útsendinguna og graffík vinnslu á meðan leik stendur. 3 öflugar Canon upptökuvélar eru svo notaðar til að ná öllu því sem gerist á vellinum.
Við getum ekki beðið eftir að sumarið byrji og sýnt ykkur frá leikjum okkar manna.
Áfram Vestri!