Fréttir

Knattspyrnuskóli BÍ88 16.-20.júlí

Knattspyrna | 25.06.2012

BÍ88 mun bjóða upp á knattspyrnuskóla 16.-20.júlí fyrir iðkendur í flokkum 6.-3.flokki kk og kvk. Aðalkennari skólans verður einn af þjálfurum úr unglingaakademíu Englandsmeistara Manchester City. Honum til aðstoðar verða síðan þjálfarar úr unglingastarfi BÍ88. Fyrirkomulagið verður þannig að fyrir hádegi munu krakkar úr 6. og 5.flokki stunda æfingar, en síðan eftir hádegi ferða krakkar úr 4. og 3.flokki. Knattspyrnuskólanum verður síðan slitið með grilli á föstudeginum.

Tekið er á móti skráningu hjá Jóni Hálfdáni Péturssyni á netfangið: nonnipje@simnet.is

Verð í Knattspyrnuskóla BÍ er 5.500 kr. fyrir iðkendur BÍ/Bolungarvík, og 6.500 kr. fyrir krakka sem eru fyrir utan BÍ/Bolungarvíkur.

Skráningu í skólann líkur þriðjudaginn 10.júlí


 
 

Deila