Knattspyrnudeild Vestra býður upp á knattspyrnunámskeið fyrir öll börn fædd 2014-2017 á gervigrasvellinum á Torfnesi í júlí.
Um er að ræða tvö námskeið og er fyrra námskeiðið dagana 01.-05. júlí og seinna námskeiðið 08.-12. júlí.
Dagskrá námskeiðana er þannig að börnin æfa kl. 09.00-10.15 og svo 10.45-12.00 mánudaga - föstudaga.
Á milli æfinga er nestispása en börnin koma með eigið nesti.
Frá kl. 08.00-09.00 verður boðið upp á pössun fyrir þau börn sem það þurfa.
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler
ÁFRAM VESTRI!
Deila