Fréttir

Knattspyrnuskóli á Torfnesi

Knattspyrna | 16.07.2009 BÍ88 og samstarfsaðilar halda knattspyrnubúðir á Ísafirði dagana 19.-24. júlí. Búðirnar eru fyrir 3.-7. flokk þar sem flokkarnir mæta sem hér segir:

5.-7. flokkarnir yrðu frá kl. 9:00-12:00 alla dagana
3. og 4. flokkarnir kl. 15:00-16:15.

Skólinn er bæði fyrir stráka og stelpur.

Boðið verður upp á létta hressingu alla dagana og svo munu krakkarnir fá óvænta heimsókn.

Þjálfarar eru:
Magni Fannberg sem hefur þjálfað yngri flokka Vals, verið aðstoðarþjálfari hjá Grindavík, aðalþjálfari Fjarðabyggðar og er nú á leið til Svíþjóðar í ungmennaþjálfun,
Þórður Jensson aðstoðarþjálfari mfl. kvenna hjá Val og
Jón Páll Pálmason, þjálfari 3. og 5. flokks drengja hjá FH.

Verð er kr. 6500.- á mann, systkinaafsláttur er 50% fyrir annað systkini og frítt fyrir það þriðja.

Æfingar verða haldnar kl. 12-15 fyrir þá krakka sem ekki komast í búðirnar, þannig að enginn missir af fótbolta þessa viku.

Deila