Fréttir

Komdu í fótbolta með Mola

Knattspyrna | 15.06.2022
1 af 3

Síðast liðinn mánudag fengum við frábæra heimsókn frá honum Sigurjóni Kristjánssyni, oftast kallaður Moli. En hann stendur fyrir verkefninu "Komdu í fótbolta með Mola". Verkefnið er samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans en Moli heimsækir minni sveitarfélög um allt land. 

Iðkendur Vestra tóku vel á móti Mola og skemmtu sér konunglega með honum í þessu flotta verkefni. 

Við þökkum Mola kærlega fyrir heimsóknina. 

Deila