KSÍ boðaði 6 iðkendur Vestra á hæfileikamótun KSÍ sem haldin var á Akranesi á helginni. Fimm áttu heimagengt þau Linda Rós Hannesdóttir, Lilja Borg Jóhannsdóttir, Arnar Rafnsson, Gautur Óli Gíslason og Gabríel Eiríksson. Það er mikil reynsla og einstaklega gaman fyrir þessa krakka að fara á hæfileikamótun KSÍ og spreyta sig með öllum þessu flottu fótboltakrökkum sem komu núna af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Krakkarnir stóðu sig að vanda mjög vel og skemmtu sér frábærlega.
Deila