Þær frábæru fréttir bárust frá knattspyrnusambandi Íslands að Þórður Gunnar Hafþórsson hafi verið valinn í lokahóp U16 ára sem mun taka þátt í Norðurlandamóti dagana 30.júlí - 5.ágúst. Þórður Gunnar bætist þá í hóp landsliðsmanna okkar félags í knattspyrnu. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Þórði. Þórður hefur lagt gríðarlega vinnu á sig við æfingar og er það svo sannarlega að skila sér. Innilega til hamningju með þennan frábæra árangur.
Deila