Hæfileikamót KSÍ og N1 fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sáu um mótið og var Lára Ósk Albertsdóttir leikmaður 4.flokks BÍ/Bolungarvíkur boðuð á mótið.
Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.
Við óskum Láru til hamingju með flottan árangur. Lára er mjög duglega að æfa og missir varla úr æfingu. Hefur það án efa átt hlut í þessum árangri.
Deila