Fréttir

Leikjum Vestra í knattspyrnu frestað!

Knattspyrna | 13.03.2020
Knattspyrnusamband Ísland
Knattspyrnusamband Ísland

KSÍ hefur gefið út eftirfarandi yfirlýsingu.

"Öllum leikjum á vegum KSÍ frestað

Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Á viðburðum þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir því að tveir metrar séu milli fólks.

Vegna þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum í dag að fresta öllum leikjum á vegum KSÍ, sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum á fyrrgreindu tímabili. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars. Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélögin til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi. 

Ákvörðun um hvort umspilsleik A landsliðs karla um mögulegt sæti í lokakeppni EM 2020, og öðrum landsleikjum sem áætlaðir eru dagana 23.-31. mars næstkomandi, verði frestað, bíður niðurstöðu fundar UEFA sem fram fer á þriðjudag. Á fundinum verða fulltrúar allra aðildarlanda UEFA, auk fulltrúa evrópskra félagsliða og annarra hagsmunaaðila."

 

Teljum við í Vestra að þessi erfiða ákvörðun sé hárrétt og styðjum hana heilshugar. Heilsa fólks er númer 1, 2 og þrjú.

Hvenær leikurinn við Stjörnuna verður spilaður er ekki vitað, né hvort hann verður yfir höfuð spilaður.

Við munum uppfæra ykkur betur um stöðuna þegar fram líða stundir og við vitum meira.

Stjórn knattspyrnudeildar Vestra

Deila