Fréttir

Leikmaður á reynslu hjá Bí/Bolungarvík

Knattspyrna | 09.01.2013 Bí/Bolungarvík hefur fengið til sín á reynslu hinn 24. ára gamla Joy Storer. 
Joy sem er 24 ára Englendingur getur spilað sem miðvörður, bakvörður og getur hann einnig spilað á miðjunni.
Hann lenti á Íslandi í síðustu viku og hefur verið að æfa með liðinu, stefnt er að því að setja upp æfingaleik á næstu dögum, og gæti Joy þá fengið gott tækifæri til að sanna sig .
Joy hefur leikið með liðum í neðrideildunum í Englandi og þá hefur hann einnig spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Deila