Fréttir

Lokaleikur knattspyrnuvertíðarinnar

Knattspyrna | 23.09.2016
Mynd: BB.is
Mynd: BB.is

Vestri mætir Njarðvík á Torfnesvellinum á Ísafirði á morgun í lokaleik 2. deildar Íslandsmóts karla. Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig, jafnmörg og Sindri á Hornafirði sem er reyndar með betra markahlutfall. Liðin munu eiga sætaskipti fari það svo að Vestramenn nái betri úrslitum en Sindri á morgun, en Sindri á fyrir höndum útileik við Knattspyrnufélag Vesturbæjar.

Leikurinn átti upphaflega að hefjast kl. 16 en vegna slæms veðurútlits var honum flýtt til kl. 12.

Lokahóf meistaraflokks Vestra verður haldið annaðkvöld á Hótel Ísafirði og eru örfáir miðar lausir.

Deila