Lokaleikur tímabilsins og það er allt undir!
Vestri leikur sinn síðasta leik á tímabilinu nk. laugardag þegar liðið tekur á móti Tindastól á Olísvellinum. Um mikilvægasta leik tímabilsins er að ræða þar sem að sigur í leiknum tryggir sæti okkar í Inkasso deildinni á næsta tímabili.
Það þarf allar hendur upp á dekk núna, stuðningsmenn hafa sýnt það áður í sumar að tólfti maðurinn skiptir öllu máli. Vestfirskir Verktakar hafa tekið sig til og munu bjóða öllum áhorfendum á leikinn. Það er því um að gera að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum, fyllum stúkuna og gerum þetta saman!
Leikar hefjast kl 14:00 á laugardaginn, fjölmennum á völlinn í þessum úrslitaleik!
Áfram Vestri!