Fréttir

Loksins heima !

Knattspyrna | 24.06.2024
Jörundur Áki,, Garðar Sigurgeirsson og Þorvaldur Örlygsson
Jörundur Áki,, Garðar Sigurgeirsson og Þorvaldur Örlygsson
1 af 6

Um liðna helgi var fyrsti leikur meistaraflokks karla spilaður heima á nýjum og flottum Kerecis velli. Það lögðust allir á eitt við að koma vellinum og svæðinu í keppnishæft stand fyrir leikinn og voru síðustu skrúfur skrúfaðar í hálfleik. 

Það rigndi duglega á okkur í þessum fyrsta leik en það stoppaði ekki stuðningsfólkið okkar, en á leikinn mættu um 450 manns. 

Fyrir leik var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs með nokkur orð um sögu knattspyrnunnar á svæðinu og að lokum afhenti hann Svavari Þór Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar blómvönd fyrir hönd bæjarins. 

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri KSÍ voru viðstaddir þennan fyrsta heimaleik liðsins á nýjum velli. Þeir afhendu Gylfa Ólafssyni og Svavari Þór fallega platta þar sem þeir óska félaginu og bænum til hamingju með nýjan völl. Að lokum voru sex aðilar sæmdir heiðursmerki úr silfri frá KSÍ, en það voru þau Garðar Sigurgeirsson, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Jón Hálfdán Pétursson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. En slík merki eru veitt þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. 

 

Við þökkum innilega fyrir góða mætingu og ómetanlegan stuðning úr stúkunni og minnum á næsta leik hér heima sem er n.k. fimmtudag þegar liðið fær Fram í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18:00, það verða borgarar á grillinu og því tilvalið að skella sér á Kereceisvöllinn með fjölskylduna og hvetja okkar menn til sigurs. 

Áfram Vestri !

 

 

Deila