Morgunakademía knattspyrnudeildar Vestra fer af stað 30. apríl!
Um er að ræða aukaæfingar fyrir alla metnaðarfulla leikmenn í 3.-5. flokki.
Leikmenn í 3. flokki æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06.15-07.15. Leikmenn í 4.-5. flokki æfa á miðvikudögum og föstudögum kl. 06.15-07.15.
Morgunæfingarnar fyrir 3. flokk hefjast 30. apríl og enda 16.maí. Morgunæfingarnar fyrir 4.-5. flokk hefjast 01. maí og lýkur 17. maí.
Morgunmatur verður eftir hverja einustu æfingu en þess ber að geta að æfingar sem lenda á svokölluðum rauðum dögum sbr 01.& 09. maí fara fram kl. 10.00-11.00.
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler Sportabler
Hlökkum til að sjá ykkur og við tökum vel á ykkur - ÁFRAM VESTRI
Deila