Fréttir

Matthías í æfingahóp U-19

Knattspyrna | 08.11.2011

Matthías Króknes Jóhannsson var valinn í úrtakshóp fyrir U19 ára landslið Íslands, æfingarnar fóru fram helgina 5.-6.nóvember. Alls valdi Gunnar Gylfason, landsliðsþjálfari, 21 leikmann í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fóru fram í Kórnum.

Matthías átti gott sumar með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur, hann spilaði 11 leiki í 1. deildinni og skoraði 2 mörk. Einnig spilaði Matthías 7 leiki með 2.flokki félagsins og skoraði 6 mörk.
Deila