Kantmaðurinn, Max Touloute, hefur skrifað undir samning við BÍ/Bolungarvík. Max lék í fyrra með liði Tindastóls í 1. deildinni og stóð sig þar með stakri prýði. Hann er 23 ára og kemur frá Haítí. Hann er eins og stendur að spila í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Max getur leikið á kantinum og einnig leyst framherjastöðuna.
Í nóvember á síðasta ári var Max valinn í landsliðshóp Haítí sem mætti liði Grenada. Þess má til gamans geta að þá var landslið Haítí 57. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland aðeins í 96. sæti.