Fréttir

Mikkel og Grímur kveðja.

Knattspyrna | 13.11.2023
Mikkel Elbæk Jakobsen
Mikkel Elbæk Jakobsen
1 af 2

Leikmennirnir Mikkel Elbæk Jakobsen og Grímur Andri Magnússon hafa lokið störfum hjá Vestra.

Mikkel Jakobsen kom til okkar frá Leikni Reykjavík fyrir tímabilið í ár og lék alls 27 leiki og skoraði í þeim 3 mörk. Grímur Andri kom einnig til okkar fyrir nýafstaðið tímabil frá Reyni Sandgerði. Hann kom við sögu í 4 leikjum, ásamt því að skila góðu starfi við þjálfun yngri flokka félagsins.

Við þökkum Mikkel og Grím fyrir þeirra störf og óskum þeim alls hins besta í næstu verkefnum.

Deila