Eins og kom fram á fotbolti.net í gær, þá mun Milos Ivankovic ekki spila áfram með Vestra á næstu leiktíð.
Milos, sem kom til okkar frá Huginn fyrir þar síðasta tímabil, hefur spilað á þessum tveimur tímabilum 34 leiki og skorað í þeim 2 mörk.
Langar okkur að þakka Milos fyrir samstarfið s.l. 2 tímabil og óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum!
Hvala Brate!
Áfram Vestri!