Fréttir

Myndband: BÍ/Bolungarvík - KA: 3-1

Knattspyrna | 16.06.2014

BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir KA á á Torfnesvelli á helginni í 1. deild karla.

Leikurinn byrjaði rólega og lítið gerðist framan af í fyrri hálfleik, en í lokin náðu bæði liðin að skora mark, þar voru að verki Atli Svein Þórarinsson fyrir KA og Björgvin Stefánsson fyrir BÍ/Bolungarvík.

Seinni hálfleikur var mun skemmtilegri á að horfa. KA-menn voru allan tímann mun sterkari aðilinn og kláruðu þeir leikinn með mörkum frá Jóhanni Helgasyni og Hallgrími Má Steingrímssyni.

Um miðjan seinni hálfleikinn gerðist mjög svo athylgisvert atvik, en Arsenij Buinickij fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt á einni mínútu, það fyrra fyrir brot á Hafsteini Rúnari Helgasyni og það seinna fyrir að sparka boltanum í burtu.

Þrátt fyrir rauða spjaldið sem KA fengu voru heimamenn voru virkilega ósáttir með dómgæsluna í dag, en þeir vildu fá vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik og voru þeir einnig allt annað en sáttir með aukaspynudóminn er Jóhann Helgason skoraði.

Lítið sem ekkert gengur hjá BÍ/Bolungarvík þessa stundina en þeir hafa nú tapað fjórum deildarleikjum í röð. En KA-menn fara með sigrinum upp fyrir KV og eru komnir með sjö stig. Þórir Karlsson - Fótbolti.net

Jörundur Áki, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var ekki sáttur í samtali við fotbolta.net eftir leikinn.

,,Manni líður aldrei vel eftir tapleik og sú tilfinning breytist ekkert hvort sem tapleikirnir eru fleiri eða ekki. En þetta er ömurleg staða sem við erum í og við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og vinna okkur út úr þessu." Fótbolti.net

Fjölnir Baldursson var á leik BÍ/Bolungarvíkur og KA og tók upp þetta myndbrot.

Deila