Að óskum Nicolaj ‘Niko’ Madsen hefur stjórn Vestra samþykkt óskir hans um að losna undan samning við félagið. Niko hefur verið að fást við persónuleg málefni sem gera það að verkum að hann mun ekki eiga heimagegnt vestur í sumar.
Viljum við óska Niko velfarnarðar í leik og starfi og sendum baráttukveðjur til hans í þeirri vegferð sem hann er á til að ná bata.
Stjórn, þjálfarar og leikmenn Vestra vilja þakka Niko innilega fyrir þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur en hann er og verður alltaf einn af okkur.
Takk fyrir allt Niko!