Vestri hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarþjálfara fyrir næsta tímabil í Inkasso.
Ísfirðingurinn Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn til starfa og tekur hann við af Jóni Hálfdáni Péturssyni.
Heiðar þjálfaði á síðasta tímabili Sandoyar Ítróttarfelag B71 í Færeyjum .
Heiðar hefur einnig verið yfirþjálfari Coerver Coaching hér á landi ásamt því að hafa starfað hjá Val, Dalvík/Reyni, Þrótti og KR og býr þar af leiðandi yfir mikilli reynslu.
Stjórn Vestra er gríðarlega ánægð með ráðninguna á Ísfirðingnum og bjóðum við Heiðar velkominn til Vestra og óskum honum góðs gengis.
Deila