Jón Hálfdán, eða Nonni eins og við þekkjum hann flest, þarf vart að kynna en hann hefur þjálfað hjá félaginu í 24 ár eða frá árinu 1996. Nonni hefur gríðarlega mikla reynslu í knattspyrnuþjálfun og hefur sótt sér öll þau réttindi sem KSÍ hefur uppá að bjóða. Nonni tekur við keflinu af Jónasi Sigursteinssyni sem hefur sinnt yfirþjálfarastarfinu frá árinu 2017 með miklum sóma. Við bjóðum Nonna velkominn í starfið og þökkum Jónasi fyrir gott samstarf og fyrir vel unnin störf. Einnig óskum við Jónasi vel farnaðar á nýjum slóðum.
Fyrir hönd stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
Formaður
Vestri fótbolti - yngri flokkar
Deila