Ólafur Atli Einarsson, leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning. Ólafur Atli er nýgenginn upp úr öðrum flokki félagsins þar sem hann var valinn bestur og varð markahæstur. Ólafur fékk mörg tækifæri með meistaraflokk félagsins síðasta vetur í Lengjubikarnum ásamt því að koma nokkrum sinnum inn á í 1. Deildinni í sumar. Hann var lykilmaður í góðum öðrum flokki félagsins núna í sumar og sýndi að hann er gríðarlegt efni. Félagið bindur miklar vonir við Ólaf og mun hann án efa styrkja leikmannahóp liðsins næsta sumar.
Deila