Knattspyrna | 28.04.2011
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur hefur skrifað undir styrktarsamning við fyrirtækin Olís og Bílaleigu Akureyrar. Samningurinn við Olís er til tveggja ára en Bílaleigu Akureyrar til þriggja ára. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með fá þessa öfluga bakhjarla til liðs við sig næstu árin. Samningarnir munu klárlega styðja við það öfluga starf sem unnið hefur verið og aðstoða okkur á komandi tímabilum.
„Við erum virkilega ánægðir með styrktarsamningana og berum miklar væntingar til samstarfs við jafn öflug fyrirtæki. BÍ/Bolungarvík er metnaðarfullt íþróttafélag og sá öflugi stuðningur sem félagið fær með samstarfi þessu er okkur mjög mikilvægur. Við erum vissir um að samstarfið verði gæfuríkt fyrir alla aðila." sagði Mangús Pálmi Örnólfsson, framkvæmdarstjóri BÍ/Bolungarvíkur.