Skagamaðurinn Páll Sindri Einarsson hefur gengið til liðs við Vestra frá ÍA.
Páll lék með Kára í 2. deildinni á síðasta leiktímabili, en var þó kallaður heim til ÍA um mitt tímabil þar sem ÍA var í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi deildina. Hafði hann þá skorað 8 mörk í deildinni og verður það að teljast mjög gott fyrir miðjumann.
Páll er 26. miðjumaður eins og áður sagði og á eftir að reynast okkur gríðarlega öflugur liðsauki.
Við bjóðum Pál hjartanlega velkominn til Vestra og hlökkum til að sjá hann á vellinum í Vestra treyjunni.
Áfram Vestri!