Fréttir

Pétur Georg Markan í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 29.07.2011

Kantmaðurinn Pétur Georg Markan er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík á láni út tímabilið frá Víking Reykjavík. Pétur er fæddur árið 1981 og lék með HK og Víking upp yngri flokka. Hann ætti að vera flestum kunnugur þar sem hann stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði auk þess að spila með meistaraflokki BÍ frá árunum 2002-2005. Þar lék hann 34 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 23 mörk.

Pétur á að vera kominn með leikheimild fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn.

Deila