Nú rétt í þessu skrifaði Robert Blakala undir samning við Vestra.
Robert, sem er 25 ára markmaður frá Póllandi og er 190cm á hæð, en hann kemur til liðs við okkur frá Bochenski KS í heimalandi sínu.
Robert hefur spilað áður á Íslandi, en hann fékk atkvæði í liði ársins í Inkasso deildinni í fyrra, þar sem hann spilaði með Njarðvík.
Einnig eru fréttir af Giacomo Ratto, en hann baðst lausnar undan samningi á dögunum og hélt hann heim á leið núna í morgunsárið. Við þökkum honum að sjálfsögðu fyrir sinn tíma hjá Vestra og óskum honum velfarnaðar í næstu verkefnum.