Fréttir

Sala ársmiða fer í gang í dag - Vinnur þú nýju treyjuna ?

Knattspyrna | 05.05.2018
Nýju treflarnir eru glæsilegir!
Nýju treflarnir eru glæsilegir!
1 af 2

Sala á ársmiðum meistaraflokks Vestra í knattspyrnu fer af stað í dag.

Það eru yngri flokkar félagsins sem munu sjá um söluna, en það er liður í fjáröflun þeirra að selja ársmiða á leiki meistaraflokks.

Miðinn kostar 10.000 krónur og gildir á alla heimaleiki Vestra í deildinni.


Í ár spilar okkar menn í nýjum treyjum og ætlum við því að setja af stað smá leik. Þeir sem kaupa miða og senda okkur mynd á facebook síðuna okkar eiga möguleika á að vinna nýju treyjuna okkar, miða á herrakvöldið eða trefil, sem er nýkominn úr verksmiðjunni. 

 

ÁFRAM VESTRI !

Deila