Meistaraflokksráð BÍ/Bolungarvíkur og Guðjón Þórðarson hafa samið um starfslok Guðjóns hjá félaginu. Guðjón var ráðinn þjálfari meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur síðastliðið haust og undir hans stjórn náði félagið sínum besta árangri frá upphafi á Íslandsmótinu í knattspyrnu nú í sumar. Þá náði liðið líka frábærum árangri í Valitor bikarkeppninni.
Þakka stjórnendur félagsins Guðjóni af heilum hug fyrir gott samstarf og afar vel unnin störf fyrir félagið og í þágu knattspyrnunnar fyrir vestan. Guðjón þakkar stjórnendum félagsins, styrktaraðilum, stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins fyrir gott og farsælt samstarf.
Deila