Fréttir

Samstarf knattspyrnudeildar Vestra og Breiðabliks

Knattspyrna | 18.10.2023
1 af 2

Í byrjun árs gerðu knattspyrnudeildir Vestra og Breiðabliks með sér samstarfssamning sem felst í því að iðkendur Vestra geti sótt knattspyrnuæfingar hjá Breiðabliki og eins iðkendur Breiðabliks geti sótt knattspyrnuæfingar hjá Vestra. Þó nokkrir iðkendur hafa nýtt sér þetta og hefur samstarfið gefið góða raun. 

Í samstarfinu felst einning aðgangur að fræðslu og öðru slíku hjá þjálfurum.

Nú í byrjun október kom hann Jón Smári, þjálfari hjá Breiðablik, hingað vestur þar sem hann er í starfsnámi í sjúkraþjálfun. Vegna samstarfssamnings Vestra og Breiðablik hefur Jón Smári komið inn í yngri flokka þjálfun hjá Vestra síðustu vikurnar og verður með okkur fram í nóvember. 

Það er hefur verið frábært að fá Jón Smára inn í starfið okkar og erum við afar ánægð með samstarfið við Breiðablik. Líklega er ýmislegt nýtt fyrir Jóni Smára, það er langt síðan hann þjálfaði knattspyrnu á parketi, já eða í snjó.

 

Deila